Stimpilgjald
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Hagstofuráðherra (Júlíus Sólnes):
    Virðulegi forseti. Þegar ný ríkisstjórn var mynduð sl. haust með þátttöku Borgfl. var í stjórnarsáttmálanum að okkar ósk lögð á það rík áhersla að stimpilgjald af hlutabréfum skyldi fellt niður eða lækkað verulega. Nú hafa nokkrir þm. stjórnarinnar tekið af okkur ómakið og flutt frv. í þessa veru. Ég fagna því að þar með skuli þetta ákvæði stjórnarsáttmálans ná fram að ganga og segi já.