Kjarasamningar opinberra starfsmanna
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Ég tel að fjmrh. og ríkisstjórn hafi orðið nokkuð á í messunni við undirbúning þessa máls og að ekki hafi verið haft eðlilegt samráð við alla hlutaðeigandi aðila, ekki nú frekar en á síðasta vori þegar lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga voru samþykkt án samráðs við starfsmannafélögin. Hér er verið að reyna að leiðrétta mistök sem þá urðu.
    Ég tel að þetta mál sé ekki nægilega vel undirbúið. Ég tel að tillaga Kvennalistans sé þó skárri og segi já.