Kjarasamningar opinberra starfsmanna
Miðvikudaginn 20. desember 1989


     Þórhildur Þorleifsdóttir:
    Virðulegur forseti. Ég vil aðeins undirstrika hversu alvarlegt það er ef Alþingi ætlar með þeim hætti sem hér er boðað að ganga á rétt launþegahreyfingarinnar. Ef ekki er hægt að treysta því að staðið sé við bókanir sem gerðar eru í kjarasamningum er hætta á alvarlegum trúnaðarbresti í samskiptum ríkisins og samtaka opinberra starfsmanna. Þetta er ekki stórfelld breyting sem hér er lögð til, aðeins að lögin gildi bara í eitt ár og ætti þá að gefast kostur á að hafa eðlileg samráð og samvinnu við öll samtök opinberra starfsmanna eins og lofað var. Ég segi já.