Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Svarið við fyrstu spurningu hv. þm. Halldórs Blöndals er á þessa leið:
    Umrætt mál var tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar þriðjudaginn 14. febr. á þessu ári, en þá lagði hæstv. viðskrh. fram tillögu um heimild til erlendrar lántöku vegna skipasmíða innan lands. Jafnframt var gerð tillaga um að umrædd erlend lántaka yrði, með vísan til laga um breytingar á lögum nr. 10/1988, um ráðstafanir í ríkisfjármálum og lánsfjármálum, sbr. 4. tölul. 3. málsl. 19. gr. þeirra laga, undanþegin lántökuskatti vegna þessara samkeppnislána til innlendra skipasmíðastöðva. Þá var samþykkt í ríkisstjórninni þennan sama dag, 14. febr. sl., að fela ráðherranefnd að afgreiða málið.
    Svarið við annarri spurningu hv. þm. hefur þegar komið fram. Málið var afgreitt í ríkisstjórninni þann 14. febr. sl. og vísað til ráðherranefndar til endanlegrar meðferðar.
    Svarið við þriðju spurningu hv. þm. er á þessa leið: Byggðastofnun hefur verið falið að endurgreiða umrætt lántökugjald af þeim lánum sem voru veitt á tímabilinu 1. jan. 1989 til 1. júní 1989. Skv. upplýsingum frá Byggðastofnun mun umrædd endurgreiðsla nema um 2,5 millj. kr.
    Svarið við fjórðu spurningunni er að ekki hefur enn komið til endurgreiðslu skv. samþykktinni en stefnt er að því að þær endurgreiðslur fari fram fyrir lok ársins í samvinnu við Byggðastofnun.