Fjárlög 1990
Fimmtudaginn 21. desember 1989


     Frsm. meiri hl. fjvn. (Sighvatur Björgvinsson):
    Virðulegur forseti. Á þskj. 472 flytur meiri hl. fjvn. lítilvæga brtt., þ.e. að tekið sé tillit til þeirrar afgreiðslu við fjárlagaafgreiðsluna sem er nú að fara fram á hv. Alþingi varðandi veiðieftirlitsgjald og er þá miðað við að það frv. hljóti afgreiðslu sem afgreitt hefur verið með samkomulagi í hv. neðri deild. Að öðru leyti þarfnast till. ekki skýringar.