Tilhögun þingfunda
Fimmtudaginn 21. desember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa hvernig þinghald er fyrirhugað hér í kvöld. Reynt verður að ljúka umræðu um fjáraukalög, en að þeirri umræðu lokinni hefjast hér umræður um viðræður EFTA-ríkjanna við Efnahagsbandalagið og tveir hv. ræðumenn munu ljúka ræðum sínum. Síðan hefur verið um það samið að umræðunni ljúki ekki en þeir hv. þm. sem höfðu verið á mælendalista hafa frestað ræðum sínum þar til þing kemur saman að nýju.