Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna athugasemda hv. 2. þm. Austurl. um að hæstv. ráðherra væri að tala í fjórða skipti skal upplýst að í 29. gr. laga um þingsköp segir svo: ,,Ef ráðherra óskar skal skýrslan tekin til umræðu. Ráðherrann gerir grein fyrir skýrslunni og er þingmönnum þá rétt að taka þátt í umræðunni. Þingmenn, aðrir en ráðherrar, mega þó ekki tala oftar en tvisvar.``
    Ekki verður annað skilið af þessari lagagrein en að ráðherrar hafi ómældan ræðutíma.