Veiðieftirlitsgjald
Föstudaginn 22. desember 1989


     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veiðieftirlitsgjald. Frv. þetta hefur fengið umfjöllun í hv. Nd. og verið afgreitt þaðan nær samhljóða eftir því sem ég best veit. Hér er um að ræða hóflegt gjald sem á að standa að hálfu undir kostnaði ríkisins við veiðieftirlit. Ekki þykir óeðlilegt að þeir sem nýta auðlindirnar greiði gjald fyrir eftirlit sem verður að hafa með þeirri nýtingu. Ætlunin var að þeir sem nýta auðlindina greiddu þennan kostnað að fullu en hv. Nd. hefur samþykkt þá breytingu að þeir greiði það einungis að hálfu. Hér er um að ræða gjald sem fram kemur í fjárlögum og er því ein af forsendum fjárlagafrv.
    Ég sé ekki ástæðu, hæstv. forseti, til að fara ítarlega yfir þetta mál. Hér er í sjálfu sér um einfalt mál að ræða. Ég legg til að málinu verði vísað til 2. umr. og hæstv. sjútvn.