Almannatryggingar
Föstudaginn 22. desember 1989


     Frsm. heilbr.- og trn. (Stefán Guðmundsson):
    Hæstv. forseti. Ég tala hér fyrir nál. um frv. til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971, með síðari breytingum, frá heilbr.- og trn.
    Nefndin hafði skamman tíma til að vinna í málinu en lét sig samt hafa það að afgreiða málið að athuguðu máli. Í nál. segir:
    ,,Nefndin hefur rætt frv. Leggur hún til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum neðri deildar.``
    Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Salome Þorkelsdóttir, með fyrirvara, Margrét Frímannsdóttir, Guðmundur H. Garðarsson skrifar einnig undir með fyrirvara og Guðrún Agnarsdóttir, Karl Steinar Guðnason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.