Viðskiptabankar
Föstudaginn 22. desember 1989


     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég er hlynntur því að bankar á Íslandi séu sameinaðir. Ég tel aftur á móti að söluverð Útvegsbankans hafi verið fjarri öllum raunveruleika. Ég hef hlýtt á þau rök að íslenskri þjóð verði greitt í fríðu til baka það sem upp á vantaði að eðlilegt verð fengist fyrir bankann. Mér sýnist að svo geti farið að því verði mjög misskipt. Því miður virðist hæstv. viðskrh. hafa fallið í þá gryfju að vera helst til örlátur á annarra fé. Ég greiði ekki atkvæði.