Frestun á fundum Alþingis
Föstudaginn 22. desember 1989


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um samþykki til frestunar á fundum Alþingis, skv. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Með leyfi forseta vil ég lesa þessa tillögu:
    ,,Alþingi ályktar að veita samþykki til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 22. desember 1989 eða síðar, ef henta þykir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 22. janúar 1990.``
    Það er ekki venja að vísa þessari tillögu til nefndar og geri ég ekki tillögu um það en legg til að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til síðari umræðu.