Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Pálmi Jónsson:
    Hæstv. forseti. Afstaða okkar sjálfstæðismanna til skattastefnu ríkisstjórnarinnar hefur komið fram undir meðferð skattalagafrumvarpa ríkisstjórnarinnar hér á hinu háa Alþingi undanfarna daga, en einnig í umræðum um fjárlög, bæði við 2. og 3. umr. Þeir skattar sem hér er verið að greiða atkvæði um og leggjast á þjóðina með vaxandi þunga eru að sjálfsögðu gersamlega á ábyrgð núv. ríkisstjórnar og stjórnarliðsins og stjórnarandstaðan getur enga ábyrgð á þeim tekið né heldur fellt þá niður. Ég greiði ekki atkvæði.