Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir):
    Virðulegi forseti. Á vegum þriggja ráðaneyta, félmrn., iðnrn. og landbrn., hefur á þessu ári verið unnið að því að gera úttekt á atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni. Skýrsla um þessa úttekt er nýlega fram komin og er núna til athugunar í ríkisstjórninni. Í þessari skýrslu koma m.a. fram tillögur um það hvernig hægt er að auka atvinnutækifæri kvenna á landinu. Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun gera átak í þessu máli og mun leita leiða til að tryggja nauðsynlegt fjármagn svo hægt sé að gera átak í þessu máli á næsta ári. Ég segi nei.