Tilhögun þingfunda
Mánudaginn 22. janúar 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Hv. þingmönnum til upplýsingar skal þess getið að kl. 4 hefjast hér umræður utan dagskrár sem leyfðar hafa verið skv. fyrri mgr. 32. gr. þingskapa og skal hvor um sig ekki standa lengur en í hálftíma. Það er hv. 1. þm. Reykv. sem beðið hefur um að fá að ræða afskipti ríkisstjórnarinnar af fjárhagsvanda Sambands ísl. samvinnufélaga og hv. 3. þm. Vesturl. sem óskar eftir að gera að umræðuefni húsnæðismál lögreglustöðvarinnar í Stykkishólmi.