Skattskylda orkufyrirtækja
Þriðjudaginn 23. janúar 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Nú síðast voru það tíu mínútur og nú sé ég að mín orð hafa haft áhrif því fundi er þó fram haldið á réttum tíma.
    Í Nd. er forseti Árni Gunnarsson, þingmaður að norðan, alþýðuflokksmaður, og hafði hann skilning á því að sé ráðherra sem mál fjallar um ekki mættur í deildinni sé eðlilegt að verða við kröfum stjórnarandstöðu um að fresta málinu og það var gert í Nd. Málið tekið af dagskrá. Hér áður en fundi var síðast frestað sagði hæstv. forseti að hann hefði haft samband við iðnrh. Hæstv. forseta var kunnugt um að ég óskaði eftir því að fá Jón Sigurðsson í salinn þannig að þau ummæli sem hæstv. forseti viðhafði voru villandi, ef ekki beinlínis röng. Hann hafði samband við staðgengil iðnrh. og sagði viljandi frá með þeim hætti að hann réttlætti sjálfan sig. Nú geri ég ráð fyrir að það eigi kannski að fresta fundi í tvær mínútur í þetta skiptið.