Útgerð Andra BA
Fimmtudaginn 25. janúar 1990


     Matthías Bjarnason (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Í utandagskrárumræðu sem nú er lokið féllu hér orð sem gefa fullkomið tilefni til þess að beðið verði með formlegum hætti um skýrslu um þetta mál, allan gang málsins frá því að samningurinn var gerður við Bandaríkin og til þessa dags. Ég tel því ekki að nauðsynlegt sé að biðja forseta um að hafa milligöngu um það við ráðherra. Ég hygg að betra sé upp á seinni tímann að fram komi beiðni um skýrslu með formlegum hætti og þá mun sú skýrsla liggja fyrir eins fljótt og unnt er. Það er mikilvægt vegna ummæla sem hér hafa fallið í þessari umræðu að slíkt sé gert.