Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Það er allmikil nauðsyn að hæstv. forseti geri sér grein fyrir því hvort hann vill leyfa hér almenna umræðu um efnahagsmál eða ekki. Það gengur ekki að standa þannig að málum að hér sé í orði kveðnu sagt að ekki sé heimilt að gera nema örstuttar athugasemdir en leyfa svo að hér sé varpað fram athugasemdum inn í umræðuna sem kosta umræður í þinginu. Annað tveggja verður forseti að gera, að hafa aga á þeim málflutningi sem hér fer fram eða leyfa hér umræður. Þetta tel ég að sé grundvallaratriði.
    Það er táknrænt þegar formaður þingflokks Sjálfstfl. vappar hér upp í stólinn að þá virðist svo vera komið fyrir honum að hann telji það vitlegast að veifa þó ekki þeim vitsmunum sem honum eru gefnir.