Fyrirspurn um atvinnulíf í Rangárvallasýslu
Fimmtudaginn 01. febrúar 1990


     Ólafur G. Einarsson:
    Hæstv. forseti. Ég styð hæstv. forseta í því að hafa hér aga á fundum. Það mun ég að sjálfsögðu gera. En þessi ræða hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar fannst mér ekki eiga við hér. Mér sýnist eins og hv. þm. sé nánast að biðja forseta um að viðhafa hér ritskoðun ef forseta skal fyrir fram gerð grein fyrir því hvað menn ætla að segja. Og ef ég má ekki gera athugasemd og koma með stuttar fyrirspurnir af gefnu tilefni frá hv. fyrirspyrjanda, þá er illa komið fyrir málfrelsi hér í þinginu.