Fyrirspurn um atvinnulíf í Rangárvallasýslu
Fimmtudaginn 01. febrúar 1990


     Eggert Haukdal:
    Virðulegi forseti. Ég hélt að tilefni þessa máls væri af hálfu hv. 5. þm. Suðurl. að fá lausn á atvinnuvandamálum í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Hann hóf hins vegar þessa umræðu með ádeilum sem hefur leitt til þess að hér hefur lítt verið rætt um það sem máli skiptir. Var það meining hv. þm. með þessari fsp.? Var ekki meining hans að ræða atvinnuvandamálin og fá einhver svör við lausn á þeim? Það hélt ég að væri kjarni þessa máls. En umræðan hefur leitt til þess að ekki liggur fyrir nein lausn á þeim og hún hefur farið um víðan völl vegna frumræðu hv. 5. þm. Suðurl.