Skattskylda orkufyrirtækja
Þriðjudaginn 06. febrúar 1990


     Eiður Guðnason (um þingsköp) :
    Herra forseti. Hv. 2. þm. Norðurl. e. hafði hér uppi langa tölu um lítið efni, en hann talaði jafnan í nafni stjórnarandstöðunnar. Stjórnarandstaðan krefst, stjórnarandstaðan vill. Því spyr ég hv. þm. Kvennalistans: Talar hv. þm. Halldór Blöndal fyrir þeirra hönd í þessu máli og er þessi málflutningur hans sem hér er hafður uppi með þeirra vitund, vilja og samþykki? Því ég vek athygli á því aftur að þingmaðurinn talaði jafnan í nafni stjórnarandstöðunnar, sagðist gera þessa kröfu og hina í nafni stjórnarandstöðunnar. Ég tel alveg nauðsynlegt að þetta komi hér fram.