Stjórnarráð Íslands
Þriðjudaginn 06. febrúar 1990


     Hjörleifur Guttormsson:
    Það frv. sem hér eru greidd atkvæði um felur í sér heimild til að stofna umhverfisráðuneyti. Það hefur um nær 20 ára skeið verið áhugamál mitt að slíkt ráðuneyti yrði stofnsett hér á landi til að bæta stöðu Íslendinga í umhverfismálum. Samþykkt þessa frv. er mikilvægt skref í þá átt og hefði þurft að stíga það miklu fyrr.
    Í allshn. þessarar deildar er nú fjallað um annað frv. um breytingu á ýmsum lögum sem varða yfirstjórn umhverfismála og þar með verkefni væntanlegs ráðuneytis. Ég hefði kosið að það mál væri komið úr nefnd þannig að deiildin gæti fjallað um það samtímis. Sú hefur því miður ekki orðið reyndin en í trausti þess að einnig það frv. liggi fljótlega fyrir til afgreiðslu hér í deildinni segi ég já.