Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 07. febrúar 1990


     Ingi Björn Albertsson: (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég veitti því athygli þegar ég fékk að líta yfir mælendaskrá forseta að ráðherrar hafa ekki enn sett sig þar á. Til þeirra hefur verið varpað fjölmörgum fsp. og vil ég því inna eftir því hvort ekki megi treysta því að ráðherrarnir muni svara þeim fsp. sem til þeirra hafa borist. En aðalástæðan fyrir því að ég kem hér upp er að spyrjast fyrir um framgang starfa þessarar deildar í dag, hvort ætlunin sé að ljúka hér fundi kl. 5, þegar þingflokksfundir hefjast, eða hvort einhver önnur áform séu uppi. Séu önnur áform uppi og þá hugsanlega um kvöldfund að ræða vil ég mótmæla því. Hér voru þingmenn að störfum fram yfir miðnætti sl. nótt og varla á þá leggjandi að taka annan kvöldfund í kvöld.