Lyfjadreifing
Þriðjudaginn 13. febrúar 1990


     Frsm. heilbr.- og trn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. um lyfjadreifingu sem hér liggur fyrir. Nefndin hefur fjallað um frv. og mælir með samþykkt þess með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin er við 1. gr. og hljóðar svo:
    ,,Fyrri málsl. síðustu mgr. 36. gr. laganna, sbr. lög nr. 22/1989, orðist svo:
    Lyfjaheildsölum er óheimilt að selja lyf öðrum en þeim sem leyfi hafa til smásölu lyfja, svo og til notkunar á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og læknastöðvum sem fengið hafa viðurkenningu ráðuneytisins í samræmi við 26. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, og þeim tilraunastofnunum sem leyfi hafa til tilrauna með lyf.``
    Til viðræðna við nefndina um frv. kom Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbr.- og trmrn., og einnig bárust umsagnir um málið frá Apótekarafélagi Íslands og landlækni. Undir þetta álit skrifa Anna Ólafsdóttir Björnsson, Geir Gunnarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Guðmundur G. Þórarinsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Jón Sæmundur Sigurjónsson, en hv. þm. Geir H. Haarde var fjarverandi við afgreiðslu málsins.