Boðun kvöldfundar
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Forseti (Jón Helgason):
    Mér þykir það miður að ekki skuli ekki hafa komist nægilega skýrt til skila þau áform að hér yrði fundur í kvöld. Ég ræddi við formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar í gær. Reyndar var fundur með forsetum og formönnum þingflokka fyrir rúmri viku þar sem ég lagði áherslu á að í þessari viku mætti búast við kvöldfundum og fundi á föstudag, en síðan ræddi ég í gær við formenn fulltrúa þingflokka stjórnarandstöðunnar um það sérstaklega að ég ætlaði ekki að hafa fund í gærkvöldi en hins vegar mundi ég reikna með fundi a.m.k. í kvöld. Af þeim sökum láðist mér að geta þess frekar þar sem ég taldi að það væri komið til skila.