Ráðstafanir til að lækka verðbólgu og vexti
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Halldór Blöndal:
    Hæstv. forseti. Því miður er það svo að lánskjaravísitala hækkar nú meir en reiknað hafði verið með og er þar um að kenna ýmsum ráðstöfunum sem hæstv. ríkisstjórn beitti sér fyrir á jólaföstu. Í öðru lagi þykir mér hálf spaugilegt þegar hæstv. forsrh. er að hrósa sér af því að nafnvextir lækki á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur fallist á að láta það bíða að heimta til baka þá kjaraskerðingu sem launþegar hafa orðið fyrir síðan þessi ríkisstjórn var mynduð. Skárra væri það nú ef nafnvextirnir yrðu þeir sömu nú og áður.