Persónuafsláttur látins maka
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Friðrik Sophusson:
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta. Ég hef talað við starfsfólk ríkisskattstjóra og mér er sagt þar að það sé misjöfn framkvæmd á þessu máli eftir umdæmum og þess vegna og þess heldur þarf að setja skýrari lagafyrirmæli. Að öðru leyti þakka ég aðeins fyrir að þessi fyrirspurn skyldi koma fram og eins orð hæstv. ráðherra um það að hann vilji eiga samstarf við þá þingmenn sem áhuga hafa á þessu máli og vænti ég góðs af því samstarfi nú á næstu dögum og vikum.