Lögregluvarðstofa í Stykkishólmi
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Ég trúi vel orðum bæjarstjóra Stykkishólms um að til sé húsnæði sem hentar fyrir þessa starfsemi en ég ætla á engan hátt að rengja þá yfirferð sem hæstv. ráðherra fór hér yfir fjóra tiltekna kosti.
    Ráðherra sagði í lok svars síns að það skipti í sjálfu sér engu máli hvaðan húsið kæmi. Ég er honum innilega sammála og það er nákvæmlega það sem ég er að fara fram á, að heimamönnum verði gefinn sami kostur og utanaðkomandi aðilum. Það er nú ekkert annað. Og það vantar kannski líka í svar ráðherra hvers lags leigu er verið að tala um. Er verið að tala um kaupleigu? Er verið að tala um leigu í hversu langan tíma? Til eins árs, tveggja ára, þriggja ára? Hvað kostar það og verður þá ekki hagkvæmara þegar upp er staðið að fela heimamönnum verkið?