Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég hlýt að lýsa ánægju minni yfir því að við endurskoðun skuli forseti hafa komist að þeirri niðurstöðu að ráðstafanir vegna kjarasamninga væru meira virði en umhverfisráðuneytið. Ég er yfirleitt andvígur því að málaröð sé breytt og vil að fyrsta mál sé tekið fyrir fyrst, en undir þessum kringumstæðum hlýt ég að lýsa ánægju minni yfir því að hæstv. forseti skuli brjóta prinsippið. Það er eins og segir í gamalli þingvísu:

Allt var gott er gerði drottinn forðum.
Prinsipp þetta þó hann braut
þegar hann bjó til Pétur Gaut.
    Ég verð að segja það að mér finnst rétt að brjóta prinsippið undir þessum kringumstæðum.