Frumvarp um stjórn fiskveiða
Föstudaginn 23. febrúar 1990


     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég hefði að sjálfsögðu haft mikla ástæðu til þess að gera að umræðuefni ýmislegt sem hefur komið fram við umræðuna og svara ýmsu sem hér hefur verið spurt um. Hv. deildarmönnum er vel kunnugt um að verið er að reyna að ljúka þingstörfum í dag. Ég veit að gott tækifæri verður til að ræða þetta mál með ítarlegri hætti við 2. umr. Ég mun leitast við að koma svörum við þeim fyrirspurnum sem hér komu fram til nefndarinnar og ég vænti þess að jafnframt verði hægt að gera hv. deildarmönnum grein fyrir þeim. Ég tel að annað hefði verið æskilegt, en í ljósi aðstæðna hlýt ég að virða það samkomulag sem var gert um að reyna að ljúka þingstörfum hér sem fyrst í dag.