Stjórnarráð Íslands
Föstudaginn 23. febrúar 1990


     Hagstofuráðherra (Júlíus Sólnes):
    Virðulegi forseti. Hér verða tímamót í Íslandssögunni því með samþykkt Alþingis á því að hér verði stofnað sérstakt umhverfisráðuneyti verður nú tekið á umhverfismálum og þau mál fá nú þann sess í stjórnkerfinu sem þeim ber. Þetta er einhver mikilvægasti málaflokkur nútímans og gengur nú alda yfir alla heimsbyggðina þar sem menn hafa vaxandi áhyggjur af umhverfismálum og ætla sér að taka á þeim málum og reyna að vinna að því að skila jörðinni til afkomendanna í betra lagi en hún er núna í dag. Þess vegna þykir mér leitt að heyra hér suma hv. þm. tala um eitthvert hégómamál í þessu sambandi. Umhverfismál eru ekkert hégómamál. Ég segi já.