Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 5. mars 1990:
    ,,Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþb. í Norðurlandskjördæmi eystra, Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjmrh., taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``


    Samkvæmt þessu bréfi og skv. 4. gr. þingskapalaga ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Svanfríðar Jónasdóttur, 1. varamanns Alþb. í Norðurlandskjördæmi eystra. Gert verður hlé á fundinum í 5 mínútur á meðan kjörbréfanefnd starfar.