Almannatryggingar
Þriðjudaginn 06. mars 1990


     Frsm. heilbr.- og trn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið um það umsögn frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Þá studdist nefndin við umsagnir frá síðasta þingi frá Tryggingastofnun ríkisins, Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Öryrkjabandalagi Íslands og Kvenfélagasambandi Íslands. Jafnframt kom Finnur Ingólfsson, formaður endurskoðunarnefndar almannatryggingalaga, á fund nefndarinnar.
    Þar sem nefndinni er kunnugt um að efni þessa frv. verður í tillögum sem endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga mun brátt skila frá sér leggur nefndin til að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Undir þetta rita allir nefndarmenn, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Geir H. Haarde, Geir Gunnarsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðmundur G. Þórarinsson, Ragnhildur Helgadóttir og Jón Sæmundur Sigurjónsson.