Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Miðvikudaginn 07. mars 1990


     Ólafur G. Einarsson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég staðfesti það að haft var samband við mig í morgun til þess að leita eftir samþykki við því að haldið yrði áfram fundum til kl. 5 einmitt vegna þess sem hæstv. forseti nefndi, til þess að fulltrúar flokkanna --- ég tók það nú svo, ekki sérstaklega stjórnarandstöðunnar vegna þess að fulltrúar frá stjórnarandstöðunni eru meðflm. að frv. því sem hér á að ræða, um fjárgreiðslur úr ríkissjóði --- gætu fengið tækifæri til þess að tjá sig á fundinum. Ég féllst á þessa tilhögun. Hins vegar var ekkert sérstaklega nefnt að það yrði vikið frá röð á dagskrá. En ég tek það fram að ég hef engar athugasemdir við það að gera og sýnist þetta vera rétt aðferð.