Tilhögun þingfunda
Mánudaginn 12. mars 1990


     Þorsteinn Pálsson:
    Frú forseti. Ég tek alveg heils hugar undir það að það er ekki hægt að hefja þessa umræðu fyrr en hæstv. utanrrh. kemur til þingstarfa, en honum ber samkvæmt lögum að gegna þingskyldum sínum og á það vil ég minna. Ég vil líka minna á að þessi umræða hefur dregist mánuðum saman vegna þess að hæstv. utanrrh. hefur ekki getað sinnt skyldum sínum hér á Alþingi Íslendinga og ég vil vinsamlegast fara fram á að honum verði án nokkurrar tafar gerð grein fyrir þeirri skyldu sinni að vera hér viðstaddur þessa umræðu í dag þannig að hann komi þegar í stað til þingstarfa og þegar hann kemur verði sú umræða hafin og umræðu um síðari dagskrármál frestað.