Evrópusamningur um varnir gegn pyndingum
Þriðjudaginn 13. mars 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga vegna aðildar Íslands að Evrópusamningi um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nefndin fékk Þorstein A. Jónsson, deildarstjóra í dómsmrn., á sinn fund til viðræðna um efni frv. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt án breytinga.
    Sighvatur Björgvinsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins. Undir nál. skrifa Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðni Ágústsson, Friðjón Þórðarson og Ingi Björn Albertsson.