Almenn hegningarlög
Þriðjudaginn 13. mars 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um breytingu á almennum hegningarlögum.
    Nefndin hefur rætt frv. og fengið Þorstein A. Jónsson, deildarstjóra í dómsmrn., á sinn fund til viðræðna um efni þess. Lagt er til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Sighvatur Björgvinsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins en undir nál. skrifa Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðni Ágústsson, Friðjón Þórðarson og Ingi Björn Albertsson.