Meðferð mála á Alþingi
Fimmtudaginn 15. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna beiðni hv. þm. um að málið fari ekki í nefnd hlýt ég að benda á að í 28. gr. þingskapalaga sem fjallar um þingsályktunartillögur segir svo:
    ,,Við fyrri umræðu hefur flutningsmaður allt að 15 mínútum til framsögu fyrir tillögunni og aðrir þingmenn og ráðherrar allt að átta mínútum. Hver ræðumaður má tala tvisvar. Þá er þessari umræðu er lokið er leitað atkvæða um hvort tillagan eigi að ganga til 2. umræðu og nefndar. Forseti getur ákveðið frávik frá þessari málsmeðferð ef fyrir liggur rökstudd beiðni þingflokks þar að lútandi. Hver þingflokkur hefur rétt til að bera slíka beiðni fram við forseta einu sinni á hverju þingi.``
    Þar sem forseta sýnist að hér sé ekki um tillögu þingflokks að ræða eða beiðni frá þingflokki hlýtur forseti að leggja til að málið verði sent hv. allshn.