Þingfundarstörf í efri deild
Föstudaginn 16. mars 1990


     Forseti (Jón Helgason):
    Fundahald hér nú er í samráði við þingflokksformenn. Það var rætt um að hafa fundi ekki fyrr en kl. 2 í dag en það virtist vera óheppilegra fyrir þingmenn. Þess vegna varð það að samkomulagi að halda hér fund nú. Umræðu um þetta 1. dagskrármál var frestað á miðvikudag vegna þess að þá komu fram óskir um að þingmenn fengju betri tíma til að kynna sér málið. Því var horfið að því ráði að fresta því til fundar í dag. Um það varð samkomulag. Það hefur komið fram hjá hv. 2. þm. Norðurl. e. að hann hefur ekkert við það að athuga að umræða hefjist hér um þetta mál og því mun hæstv. félmrh. mæla fyrir frv.