Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Föstudaginn 16. mars 1990


     Flm. (Sighvatur Björgvinsson):
    Virðulegi forseti. Það er nú dálítið ankannalegt að taka til máls um þetta mál nú. Tveir hæstv. ráðherrar sem fara með framkvæmdarvald sem frv. þetta snýst mjög verulega um hafa tekið til máls í þessum umræðum og gert athugasemdir við frv. Ég ætlaði satt að segja að reyna að svara athugasemdum þeirra þegar þeir væru við vegna þess að það er hálft í hvoru út í hött að ræða athugasemdir þeirra og umkvartanir um þetta frv. án þess að þeir séu sjálfir viðstaddir. Ég vildi því eindregið spyrjast fyrir um það hjá hæstv. forseta hvort einhver möguleiki væri á því að fallast á þá ósk, þó ég skilji það og virði að sjálfsögðu að hans er valdið í þessum málum. Ef hans niðurstaða er á annan veg hlýt ég auðvitað að halda fram minni ræðu.