Ásgeir Hannes Eiríksson:
    Virðulegi forseti, það er örstutt athugasemd. Vegna þess sem komið hefur fram í máli hv. alþm. Jóhanns Einvarðssonar og hæstv. utanrrh. vil ég benda á að á dagskrá á síðdegisfundi, 8. liður, er fríhafnarsvæði við Keflavíkurflugvöll, þáltill., þskj. 733, fyrri umræða. Flm. er 16. þm. Reykv. og þar mun gefast kostur á að ræða þessi mál því í grg. með till. er farið ítarlega út í þá möguleika sem Keflavíkurflugvöllur býður upp á. Keflavíkurflugvöllur er spennandi umræðuefni, tengist alltaf peningum í rauninni, og því er vissulega sjálfsagt að ræða þau mál sem varða flugvöllinn. Og tækifærið gefst núna síðdegis á fundinum í dag.