Peningamagn í umferð
Fimmtudaginn 22. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Kristinn Pétursson):
    Hæstv. forseti. Til þess að leiðrétta það að ríki OECD hafi ekki slík markmið er ég hér með OECD --- Economic Outlook, desemberhefti 1989, þar sem þetta kemur allt saman fram, um markmið þessara ríkja, eins og Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Englands og Kanada, helstu markmið í aukningu peningamagns og hagvexti. Það er jafnvægi þar á milli, til þess að leiðrétta þetta.
    Að öðru leyti ítreka ég það að ég tel það vera skyldu okkar alþingismanna að veita þeim ráðherrum aðhald sem bera ábyrgð á því stjórnleysi og þeirri eyðslu sem hér fer fram í landinu og ég vek athygli á því að það er hæstv. viðskrh. sem gerir hæstv. fjmrh. mögulegt að framkvæma þessa eyðslu.