Rit um kristni á Íslandi í þúsund ár
Fimmtudaginn 22. mars 1990


     Ragnhildur Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Frú forseti. Eftir þessa athugasemd sé ég ástæðu til þess að taka undir þá tillögu hv. þm. Þorv. Garðars Kristjánssonar að vísa málinu til nefndar. Í þeirri afstöðu felst ekki að við séum ekki sammála um efnisatriði málsins. En ég vil vara við þeirri hugmynd að við tökum upp þá venju að vísa málum ekki til nefndar. Ef mál eru flutt af nefnd er þó ekki ástæða til að vísa þeim aftur til hinnar sömu nefndar. En þótt staðið sé að undirbúningi málsins með jafnvönduðum hætti og hér liggur fyrir þá þykir mér óviðeigandi að hafna tillögu hv. þm. um að vísa því til nefndar. Sú vinna getur auðvitað gengið mjög fljótt, en það er algerlega samkvæmt þingvenju og góðum háttum í þinginu að vísa málum til nefndar til athugunar.