Skýrsla umboðsmanns Alþingis
Fimmtudaginn 22. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessarar umræðu hygg ég að sama vandamál komi upp varðandi næsta dagskrármál sem er skýrsla Ríkisendurskoðunar. Ég tel það jafnfráleitt að ræða hana án þess að hæstv. ráðherrar séu viðstaddir. Forseti sér þess vegna ekki annað ráð en að fresta báðum umræðum og mun svo gera. Ég hygg því að út af dagskrá verði tekin 5.--9. dagskrármál og þessum fundi sé þar með slitið.