Kyrrsetning, lögbann o.fl.
Föstudaginn 23. mars 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. á þskj. 779 um frv. til laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Nefndin sendi frv. til umsagnar og bárust umsagnir frá Dómarafélagi Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Sýslumannafélagi Íslands. Einnig fékk nefndin Markús Sigurbjörnsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, til viðræðna um efni frv.
    Það er fljótt frá sagt að þessir aðilar gerðu engar athugasemdir við frv. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt án breytinga.