Bifreiðagjald
Þriðjudaginn 27. mars 1990


     Frsm. 1. minni hl. fjh.- og viðskn. (Halldór Blöndal):
    Hæstv. forseti. Var það einhver misskilningur hjá mér að hæstv. forsrh. hafi mælst til þess að ráðherrar sætu þingfundi, a.m.k. ef til umræðu væru mál sem undir þá heyra? Ég hélt að skattlagningin heyrði undir hæstv. fjmrh. Ég sé hann hvergi hér. ( Forseti: Ég mun láta athuga hvort hann er í húsinu.) Ég óska eftir að gera hlé á ræðu minni þangað til hann kemur hér. ( Forseti : Hæstv. fjmrh. er ekki kominn í húsið svo að ég mun verða við ósk hv. 2. þm. Norðurl. e. og taka fyrir annað mál á dagskrá.)