Samningur menntamálaráðherra við Sturlu
Miðvikudaginn 28. mars 1990


     Hreggviður Jónsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég minnist þess ekki að rætt hafi verið um mánudaginn. Í þessum viðtölum var talað um að umræðan færi fram á fimmtudag kl. 2. Öðru tók ég ekki eftir, enda ræddi ég við hæstv. félmrh. á þeim nótum.
    Ef svo er að hæstv. forseti tekur upp það vinnulag að taka fram fyrir umræður þegar óskað er eftir þeim og boða sérstakan fund á þeim tíma sem deildarfundir eiga að vera, þá verð ég að segja það að þetta er nú svona líkt því að vera sturlun.