Rannsóknir og vísindastarfsemi
Fimmtudaginn 29. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti hlýtur að minna hv. 6. þm. Reykv., sem hefur beðið um orðið, á að í þingskapalögum segir: ,,Hvor um sig, fyrirspyrjandi og ráðherra, má ekki tala oftar en tvisvar, fyrirspyrjandi eigi lengur en tvær mínútur og ráðherra eigi lengur en fimm mínútur í senn.`` Það kemur fyrir, næstum því í hverri fyrirspurn, að hv. fyrirspyrjandi óskar eftir að tala hinu þriðja sinni. Forseti hefur þegar verið gagnrýndur fyrir að leyfa það. Nú vil ég spyrja hv. 6. þm. Reykv. hvort það sé alveg brýnt að þessi regla verði nú brotin rétt eina ferðina.