Friðjón Þórðarson:
    Virðulegi forseti. Þetta mál er nú orðið heldur leiðinleg framhaldssaga. Sannleikurinn er sá að málið er mjög auðleyst ef einhver vilji er fyrir hendi hjá ráðamönnum í samráði við heimamenn og þá einkum sýslumann. Það er nægjanlegt húsnæði að fá til bráðabirgða í Stykkishólmi og einnig eru a.m.k. tvær húsasmiðjur, ef svo má segja, á staðnum ef út í það fer. Það er heldur leitt til þess að vita að svona vandalaust mál skuli vefjast fyrir mönnum. Vonandi verður það ekki lengi úr þessu.