Snjómokstur á Siglufjarðarleið
Fimmtudaginn 29. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Ég vil enn og aftur þakka forseta fyrir þá lipurð að taka þetta mál til afgreiðslu jafnvel þótt tíminn væri runninn út og sameinað þing kalli á sinn tíma eins og umsamið var. Ég skal því vera mjög stuttorður.
    Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir greinargóð svör, það var margt í hans svari sem var athyglisvert, margt sem ég hefði viljað gera athugasemdir við frekar og fá að ræða við samgrh. Til þess gefst ekki tími.
    Ég tek fram varðandi þann fund sem samgrh. talaði um sem hann sat með þingmönnum kjördæmisins að hæstv. samgrh. sýndi mikla lipurð í því að halda áfram þremur mokstursdögum fram yfir páskaviku og þakka ég fyrir það úr þessum stóli.