Heilbrigðisþjónusta
Þriðjudaginn 03. apríl 1990


     Frsm. heilbr.- og trn. (Stefán Guðmundsson):
    Virðulegi forseti. Ég tala hér fyrir nál. heilbr.- og trn. á þskj. 832 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Í nál. segir svo:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og farið yfir umsagnir borgarlæknis og landlæknis um frumvarpið. Nefndin telur rétt að breyta orðinu ,,slysaforvarnir`` í slysavarnir til samræmis við orðnotkun í þingsályktunartillögu um íslenska heilbrigðisáætlun, 145. mál þingsins, og frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, 191. mál.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þessari breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Guðmundur H. Garðarsson og Karl Steinar Guðnason voru fjarverandi afgreiðslu málsins.``
    Undir nefndarálitið rita Stefán Guðmundsson, Salome Þorkelsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.